Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 11:34 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru á meðal þeirra sem hafa tilkynnt framboð til forseta. Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, en í þeim kemur fram að áttatíu prósent væru hlynntir breytingu, en sjö prósent andvíg henni. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Í dag þurfa forsetaframbjóðendur að framvísa undirskriftum 1500 kosningabærra einstaklinga og hefur sá fjöldi hefur verið óbreyttur frá lýðveldisstofnun. Prósent Yngra fólk er minna hlynnt hækkuninni en þeir sem eldri eru. Um 55 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára segjast hlynntir hækkuninni, um fjörutíu prósent eru hvorki hlynntir né andvígir og fimm prósent eru því andvígir. Til samanburðar eru tæplega níutíu prósent hlynntir breytingunni í elsta aldurshópnum, sem eru 65 ára og eldri. Prósent Í könnun Prósents var einnig spurt út í hversu hlynntur eða andvígur svarandi yrði gagnvart því ef aldursviðmið um kjörgengi til forseta yrðu felld úr gildi. Í dag þarf maður að vera 35 ára til að bjóða sig fram til embættis forseta. Rétt tæplega fimmtíu prósent svarenda eru andvígir því að aldursviðmið yrðu felld úr gildi. 28 prósent eru hlynntir því og 22 prósent tóku ekki afstöðu. Prósent Prósent komst að því að marktækur munur væri á viðhorfi karla og kvenna til spurningarinnar, en karlar eru andvígari hugmyndinni en konur. Rúm 55 prósent karla eru andvígir, en 44 prósent kvenna. Jafnframt er marktækur munur á afstöðu ungra einstaklinga og þeirra sem eldri eru. Tæp 29 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára eru andvígir niðurfellingu aldursviðmiðs en hlutfall andvígra í öðrum aldurshópum er á bilinu 43 til 61 prósent.´ Prósent Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Forseti Íslands Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, en í þeim kemur fram að áttatíu prósent væru hlynntir breytingu, en sjö prósent andvíg henni. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Í dag þurfa forsetaframbjóðendur að framvísa undirskriftum 1500 kosningabærra einstaklinga og hefur sá fjöldi hefur verið óbreyttur frá lýðveldisstofnun. Prósent Yngra fólk er minna hlynnt hækkuninni en þeir sem eldri eru. Um 55 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára segjast hlynntir hækkuninni, um fjörutíu prósent eru hvorki hlynntir né andvígir og fimm prósent eru því andvígir. Til samanburðar eru tæplega níutíu prósent hlynntir breytingunni í elsta aldurshópnum, sem eru 65 ára og eldri. Prósent Í könnun Prósents var einnig spurt út í hversu hlynntur eða andvígur svarandi yrði gagnvart því ef aldursviðmið um kjörgengi til forseta yrðu felld úr gildi. Í dag þarf maður að vera 35 ára til að bjóða sig fram til embættis forseta. Rétt tæplega fimmtíu prósent svarenda eru andvígir því að aldursviðmið yrðu felld úr gildi. 28 prósent eru hlynntir því og 22 prósent tóku ekki afstöðu. Prósent Prósent komst að því að marktækur munur væri á viðhorfi karla og kvenna til spurningarinnar, en karlar eru andvígari hugmyndinni en konur. Rúm 55 prósent karla eru andvígir, en 44 prósent kvenna. Jafnframt er marktækur munur á afstöðu ungra einstaklinga og þeirra sem eldri eru. Tæp 29 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára eru andvígir niðurfellingu aldursviðmiðs en hlutfall andvígra í öðrum aldurshópum er á bilinu 43 til 61 prósent.´ Prósent Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Forseti Íslands Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum