Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2024 16:04 Hermann Stefánsson er forstjóri Myllunnar-ORA. vísir Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum. Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra. Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra.
Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17