Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Hjólreiðar Fíkn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun