Hvað gerir Bjarni við bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. janúar 2024 16:31 Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Fyrir liggur að frumvarpið er afar umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og víðar sem eðlilegt er. Með því verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem þegar gilda um almenna lagasetningu, þar sem yngri lög hafa forgang gagnvart þeim sem eldri eru og sértækari lög gagnvart almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið til þessa og innleitt verður í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Viðsnúningurinn ekki skýrður Krafan um forgang regluverks Evrópusambandsins var einnig sett fram af Evrópusambandinu í aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan. Henni var hins vegar hafnað af íslenzkum stjórnvöldum af bæði pólitískum og lagalegum ástæðum og bókun 35 fyrir vikið innleidd með öðrum hætti. Þetta var öllum ljóst. Annars hefði Ísland að öllum líkindum ekki gerzt aðili að samningnum. Málið kom fyrst upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókunin hefði verið innleidd. Fimm árum síðar lýsti stofnunin því yfir að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum þrátt fyrir að hafa þá ekki gert nokkra athugasemd við það í tæpa tvo áratugi. Stjórnvöld höfnuðu alfarið kröfu ESA og héldu uppi vörnum allt þar til þau kúventu fyrir um tveimur árum. Frumvarpið var lagt fram í lok marz á síðasta ári en náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Málið var í kjölfarið sett á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar síðasta haust. Engin skýring hefur verið gefin á þeim viðsnúningi sem felst í frumvarpinu. Fullyrt var að einungis væri um formsatriði að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna stjórnvöld héldu þá uppi vörnum árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er hins vegar ósvarað. Forsenda aðildarinnar að EES Fyrir liggur að frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu enda efni þess í fullu samræmi við kröfu ESA. Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði málið ekki fram að ganga og færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Gefizt er upp fyrirfram. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði að lokum sigur. Vert er að árétta það að lokum að ein af forsendum aðildar Íslands að EES-samningnum á sínum tíma var sú að bókun 35 yrði innleidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öllum líkindum aldrei orðið af aðildinni. Málið er hins vegar í fullu samræmi við þróun samningsins á undanförnum árum þar sem sífellt hefur verið farið fram á meira framsals valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun