Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV! Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2024 21:40 Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Utanríkismál Eurovision Viðreisn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar