Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV! Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2024 21:40 Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Utanríkismál Eurovision Viðreisn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er. Ég átta mig vel á því að þetta er mjög viðkvæmt mál. Landsmenn og heimurinn allur hefur sterkar skoðanir á þeim yfirgengilega hryllingi sem nú á sér stað á Gaza og hinum viðbjóðslegu hryðjuverkaárásum Hamas. En einmitt vegna þess verður ráðherra að skilja að það er ekki bara mjög stór ákvörðun að taka ekki þátt í Júróvisjón – það er þá líka mjög stór ákvörðun að taka þátt. Og það er ekki ráðherra eða Alþingis að taka það vald af útvarpsstjóra og hans fólki, jafnvel þótt stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna þessa. Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra? Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir verkum. Ef þetta er ráðandi viðhorf meðal ráðamanna þá erum við í vanda. Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun