Þetta segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri í Rangárvallasýslu, í samtali við fréttastofu.
Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hversu margir hafi verið fluttir á slysadeild en telur að það hafi einungis verið einn.
„Færðin er mjög varhugaverð því það er algjör glærahálka. Og um þann tíma sem við vorum að fara í útkallið þá verður ansi blint á leiðinni líka,“ segir Leifur um færðina.
„Það var verra veður þegar slysið varð en núna.“