Lífskjarasamningarnir voru klúður Þórarinn Hjartarson skrifar 26. janúar 2024 15:00 Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun