Dæmi um að flugfélög afhendi ekki farþegalista Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 06:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir eftirlit með farþegum í skötulíki þegar upplýsingar berast ekki. Vísir Tíu flugfélög skila ekki farþegalistum til yfirvalda sem hefur þau áhrif að lögbundin greining á farþegaupplýsingum getur ekki farið fram. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira