Þurfum við að standa ein? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 23. janúar 2024 08:30 Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun