Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Anton Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar