Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 19:15 Um tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá upphafi átakanna. AP Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira