Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:42 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22