Oft er þörf, nú er nauðsyn; textun á innlendu sjónvarpsefni Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 23:30 Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Það eru margir búnir að bíða ansi lengi hvenær textun verður bara svo sjálfsögð að það þurfi ekki að biðja um textun á hinum og þessum innledu þáttum eða bíomyndum. Nú í þessum skrifuðum orðum er leikur Íslands og Þýskalands nýlega búinn. Stofan í RÚV fjallar um leikinn fyrir og eftir og í hléi, kannski rétt að segja kryfur leikinn til mergjar og gefur fólki tækifæri til að sjá hinar ýmsu skoðanir manna á þessu og þessu færinu, vítinu, dómaragæslunni o.s.frv. Það er enginn texti í Stofunni sem er svo merkilega vel tæknilega uppsett, að það þurfti að gera frétt um settið í Stofunni í RÚV, svo nýmóðins er það. Flaggskip RÚV að leggja sitt á vogarskálarnar í að landsmennn geti fylgst með handboltanum heima í stofu um hvatt íslensku strákana okkar til dáða EN það er ekki ALLRA því ekkert er lagt í textaaðgengi. Talandi um tölur hverjir þurfa á textun að halda þá er það um 17-20% landsmanna sem heyra illa eða ekkert. Það að þjóðin fylgist með handboltaleik strákanna okkar er partur af lífinu á Íslandi en það fá bara útvaldir að vera með, okkur sem ekki heyrum eða heyrum illa er gróflega mismunað. TEXTIÐ STOFUNA NÚNA STRAX Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum og hefur lengi barist fyrir táknmáli og textun á innlent sjónvarpsefni á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmáls námsefni og sagt fréttir á táknmáli RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Fjölmiðlar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Það eru margir búnir að bíða ansi lengi hvenær textun verður bara svo sjálfsögð að það þurfi ekki að biðja um textun á hinum og þessum innledu þáttum eða bíomyndum. Nú í þessum skrifuðum orðum er leikur Íslands og Þýskalands nýlega búinn. Stofan í RÚV fjallar um leikinn fyrir og eftir og í hléi, kannski rétt að segja kryfur leikinn til mergjar og gefur fólki tækifæri til að sjá hinar ýmsu skoðanir manna á þessu og þessu færinu, vítinu, dómaragæslunni o.s.frv. Það er enginn texti í Stofunni sem er svo merkilega vel tæknilega uppsett, að það þurfti að gera frétt um settið í Stofunni í RÚV, svo nýmóðins er það. Flaggskip RÚV að leggja sitt á vogarskálarnar í að landsmennn geti fylgst með handboltanum heima í stofu um hvatt íslensku strákana okkar til dáða EN það er ekki ALLRA því ekkert er lagt í textaaðgengi. Talandi um tölur hverjir þurfa á textun að halda þá er það um 17-20% landsmanna sem heyra illa eða ekkert. Það að þjóðin fylgist með handboltaleik strákanna okkar er partur af lífinu á Íslandi en það fá bara útvaldir að vera með, okkur sem ekki heyrum eða heyrum illa er gróflega mismunað. TEXTIÐ STOFUNA NÚNA STRAX Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum og hefur lengi barist fyrir táknmáli og textun á innlent sjónvarpsefni á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmáls námsefni og sagt fréttir á táknmáli RÚV.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar