Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 10:28 Samsung Galaxy S24 verður að mestu knúinn áfram af gervigreind. AP Photo/Haven Daley Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar. Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar.
Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira