„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 09:57 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samfélagið skulda Grindvíkingum að rétta fram hjálparhönd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. „Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“ Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“
Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16