Pakistan svarar fyrir sig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 06:27 Spennustigið í Mið-Austurlöndum hækkar enn. AP Photo/Rahmat Gul Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. Að sögn íranskra fjölmiðla féllu þrjár konur og fjögur börn í árásinni í gær. Árásin er svar við mannskæðri árás sem Íranir gerðu á Pakistan í fyrra kvöld, sem írönsk yfirvöld segjast hafa beint að hryðjuverkahópum innan landamæra Pakistan, þar sem minnst tvö börn eru sögð hafa dáið. Ríkin hafi lengi sakað hvort annað um að halda hlífiskildi yfir hryðjuverkahópum, sem hafa framið fjölda árása í héröðum við landamæri ríkjanna. Þau hafa hins vegar sjaldan tekið þátt í átökunum og samskipti þeirra verið vinaleg en brothætt. Pakistönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu vegna árásanna á Íran þar sem fram kemur að Pakistan beri „fulla virðingu“ fyrir fullveldi Íran og landamærum þess en að aðgerðirnar hafi verið réttlátt svar við ógn Íran. Þá gripu pakistönsk yfirvöld til þeirra ráða að banna íranska sendiherranum að snúa aftur í landið og dró jafnframt sinn eigin sendiherra frá Tehran. Stjórnvöld í Tehran hafa hins vegar ítrekað að aðgerðum þeirra hafi verið beint gegn hryðjuverkahópnum Jaish al-Adl en ekki pakistönskum borgurum. Fyrr í vikunni gerðu Íranir einnig árásir í Írak og Sýrlandi. Þessar deilur eru enn einn dropinn í stækkandi haf spennu og átaka í Mið-Austurlöndum eftir að stríð hófst á Gasaströndinni í október. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Að sögn íranskra fjölmiðla féllu þrjár konur og fjögur börn í árásinni í gær. Árásin er svar við mannskæðri árás sem Íranir gerðu á Pakistan í fyrra kvöld, sem írönsk yfirvöld segjast hafa beint að hryðjuverkahópum innan landamæra Pakistan, þar sem minnst tvö börn eru sögð hafa dáið. Ríkin hafi lengi sakað hvort annað um að halda hlífiskildi yfir hryðjuverkahópum, sem hafa framið fjölda árása í héröðum við landamæri ríkjanna. Þau hafa hins vegar sjaldan tekið þátt í átökunum og samskipti þeirra verið vinaleg en brothætt. Pakistönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu vegna árásanna á Íran þar sem fram kemur að Pakistan beri „fulla virðingu“ fyrir fullveldi Íran og landamærum þess en að aðgerðirnar hafi verið réttlátt svar við ógn Íran. Þá gripu pakistönsk yfirvöld til þeirra ráða að banna íranska sendiherranum að snúa aftur í landið og dró jafnframt sinn eigin sendiherra frá Tehran. Stjórnvöld í Tehran hafa hins vegar ítrekað að aðgerðum þeirra hafi verið beint gegn hryðjuverkahópnum Jaish al-Adl en ekki pakistönskum borgurum. Fyrr í vikunni gerðu Íranir einnig árásir í Írak og Sýrlandi. Þessar deilur eru enn einn dropinn í stækkandi haf spennu og átaka í Mið-Austurlöndum eftir að stríð hófst á Gasaströndinni í október.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25