Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 07:01 Frá vinstri: Ástráður Haraldsson, Aldís G. Sigurðardóttir, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Samsett Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir. Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir.
Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira