„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 23:00 Ármann Höskuldsson segist ekki sjá að Grinvíkingar snúi aftur heim til sín á þessu ári. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. „Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“ Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“
Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira