„Þetta lítur ekki nógu vel út“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. janúar 2024 13:11 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að hrunið hafi úr þeim sprungum sem fyrir voru í bænum en ekki líti út fyrir að fleiri hafi myndast. Vísir Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins. Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Í morgun óskuðu almannavarnir þess að þeir Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir verkefnið unnið í góðri sátt við íbúðareigendur í Grindavík. „Vatni er hleypt á húsin en til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis og vatn leki ekki um gólf hjá fólki, þurfa íbúðareigendur að koma til okkar lyklum. Mér sýnist það bara ganga vel.“ Óljóst sé hversu langan tíma verkefnið muni taka. „Þetta er auðvitað verkefni sem tekur tíma, sjáum svo sem ekki fyrir endann á því. En það skiptir höfuðmáli að koma hita og rafmagni á þessi hús, og það er auðvitað það sem þetta snýst um í grunninn.“ Búfé flutt úr bænum í dag Aðspurður um hvort til standi að koma búfé út úr bænum segir Úlfar það vera í undirbúningi. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum.“ Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur fór til þess að sækja kindur sínar í gær en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra höfðu afskipti af honum og lá við að upp úr syði. Grétar fékk þó á endanum leyfi til að sækja kindurnar í fylgd björgunarsveitamanna. Úlfar segir marga íbúa í erfiðari og viðkvæmri stöðu. „Svo eru starfsmenn lögreglu sem hafa sín fyrirmæli, ég held að þetta leysts úr þessu farsællega þegar upp var staðið.“ Sprungur hafa „tútnað út“ Aðspurður um ástand bæjarins segist Úlfar hafa fengið upplýsingar í morgun um að ekki bæri mikið á nýjum sprungum á yfirborð bæjarins. „Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út.“ Þær hafa semsagt stækkað? „Þær hafa eitthvað tútnað út, já.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira