Sonurinn með væntingar þjóðarinnar á herðunum Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 10:23 Í kveðjuhófinu. Gaupi, Snorri Steinn og fjölskylda. Nú er runnin upp ögurstund. Leikurinn við Ungverjaland í kvöld og þar ræðst hvernig fer í riðlinum og ef einhver fjölskylda er á tauginni, þá er það hún þessi. vísir/vilhelm Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, mesti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, mætti til Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþáttinn Einmitt og jós af brunnum visku sinnar. Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira