Sonurinn með væntingar þjóðarinnar á herðunum Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 10:23 Í kveðjuhófinu. Gaupi, Snorri Steinn og fjölskylda. Nú er runnin upp ögurstund. Leikurinn við Ungverjaland í kvöld og þar ræðst hvernig fer í riðlinum og ef einhver fjölskylda er á tauginni, þá er það hún þessi. vísir/vilhelm Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, mesti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, mætti til Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþáttinn Einmitt og jós af brunnum visku sinnar. Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira