Hætta leitinni að manninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 19:14 Engin ummerki fundust um manninn. Landsbjörg Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. „Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
„Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira