32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2024 10:10 Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. vísir Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“ Dýr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“
Dýr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira