Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 15:52 Mikill fjöldi mótmælti loftárásum Bretlands og Bandaríkjanna í Jemen í dag. Vísir/EPA Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39