Skaðsemi of lágra raunvaxta Arnbjörn Ingimundarson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun