Öruggur sigur Frakka í fyrsta leik mótsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 18:32 Nikola Karabatic gerir atlögu að sínum fjórða Evrópumeistaratitli. Hann hélt áfram að bæta eigið met yfir flesta leiki og flest mörk á mótinu. Talan stendur nú í 72 mörkum í 280 leikjum. Lars Baron/Getty Images Evrópumótið í handbolta hófst formlega í dag. Frakkland spilaði fyrsta leik og vann þar öruggan 39-29 sigur á Norður-Makedóníu. Metfjöldi áhorfenda var mættur á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf til að líta opnunarleikina eigin augum. Merkur Spiel-Arena er jafnan 54 þúsund manna fótboltavöllur þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf spila heimaleiki sína í þýsku B-deildinni. Eins og við var að búast áttu Frakkar, þrefaldir Evrópumeistarar og ríkjandi bronsverðlaunahafar EM, ekki í miklum vandræðum með andstæðinga sína frá N-Makedóníu í kvöld. Makedónarnir settu fyrsta markið en eftir að Hugo Descat braut ísinn fyrir Frakkland áttu þeir lítinn séns. Descat fór fremstur í flokki Frakka og skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Hugon Descat and France start the show 😍 #ehfeuro2024 #heretoplay 🎆🎇🎇 pic.twitter.com/O2EDws6u0a— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Miklir yfirburðir Frakka gáfu þeim tækifæri til að hvíla leikmenn og gefa fleirum færi á að sanna sig. Þegar leiknum lauk höfðu allir leikmenn Frakklands komið við sögu, að undanskildum einum. Síðari leikur kvöldsins í A-riðli milli Þýskalands og Sviss hefst klukkan 19:45. Íslenska landsliðið spilar svo sinn fyrsta leik næsta föstudag gegn Serbíu klukkan 17:00. EM 2024 í handbolta Handbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Metfjöldi áhorfenda var mættur á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf til að líta opnunarleikina eigin augum. Merkur Spiel-Arena er jafnan 54 þúsund manna fótboltavöllur þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf spila heimaleiki sína í þýsku B-deildinni. Eins og við var að búast áttu Frakkar, þrefaldir Evrópumeistarar og ríkjandi bronsverðlaunahafar EM, ekki í miklum vandræðum með andstæðinga sína frá N-Makedóníu í kvöld. Makedónarnir settu fyrsta markið en eftir að Hugo Descat braut ísinn fyrir Frakkland áttu þeir lítinn séns. Descat fór fremstur í flokki Frakka og skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Hugon Descat and France start the show 😍 #ehfeuro2024 #heretoplay 🎆🎇🎇 pic.twitter.com/O2EDws6u0a— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2024 Miklir yfirburðir Frakka gáfu þeim tækifæri til að hvíla leikmenn og gefa fleirum færi á að sanna sig. Þegar leiknum lauk höfðu allir leikmenn Frakklands komið við sögu, að undanskildum einum. Síðari leikur kvöldsins í A-riðli milli Þýskalands og Sviss hefst klukkan 19:45. Íslenska landsliðið spilar svo sinn fyrsta leik næsta föstudag gegn Serbíu klukkan 17:00.
EM 2024 í handbolta Handbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti