Er ráðherra hafinn yfir lög? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 10. janúar 2024 08:31 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun