Er ráðherra hafinn yfir lög? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 10. janúar 2024 08:31 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar