Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2024 17:21 Ómar Örn segir að skólayfirvöldum hafi í gær borist ábending um eitt tilvik, þar sem nemandi við skólann seldi níðingi myndir, ekki af sér heldur öðrum. Þetta er nýr veruleiki sem við blasir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“ Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“
Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira