Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 16:57 Fyrsta geimskot Vulcan eldflaugarinnar heppnaðist vel. United Launch Alliance Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira