Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Kristín með syni sínum Kristni á bráðamótttökunni um miðjan desember. Hún segir þau alltaf hafa fengið góða þjónustu á spítalanum. Kristín Waage Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira