Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2024 19:30 Már Kristjánsson segir álagið meira en áður hefur sést. Vísir/Arnar Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26