Grillhúsið til sölu á 110 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 10:27 Grillhúsið á Sprengisandi í Reykjavík. Grillhúsið Veitingastaðir Grillhússins á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík auk útibús í Borgarnesi hafa verið auglýstir til sölu. Uppsett verð er 110 milljónir króna. Fram kemur í auglýsingu Domusnova fasteignasölu að um sé að ræða sölu á tækjum, búnaði, yfirtöku leigusamninga á einstökum stöðum eða öllum stöðunum sem heild. „Grillhúsið er rótgróið fyrirtæki á veitingahúsamarkaði á Íslandi. Mikil tækifæri fyrir rétta aðila,“ segir í auglýsingunni. Í hartnær þrjá áratugi var Grillhús rekið við Tryggvagötu í Reykjavík, upphaflega undir heitinu Grillhús Guðmundar, en því var lokað í árslok 2020. Grillhúsið ehf er í jafnri eigu Þórðar Bachmann og Hafsteins Hasler. Fram kemur í Viðskiptablaðinu að Grillhúsið hafi velt 760 milljónum króna árið 2022. Taprekstur hafi verið á Grillhúsinu frá 2019-2022 en kórónuveirufaraldurinn stóð yfir stóran hluta þess tíma. Félagið hafði skilað hagnaði sjö ár þar á undan. Eignir félagsins voru bókfærðar á 115 milljónir í árslok 2022. Skuldir námu 150 milljónum, þar af 47 milljónir til langtíma, og eigið fé var neikvætt um 35 milljónir. Auglýsing Domusnova. Þórður Bachmann, annar eigenda Grillhússins, sagði ekki tímabært að ræða mögulega sölu að svo stöddu. Nokkur tíðindi urðu í veitingarekstri hér á landi um áramótin þegar Íslenska hamborgarafabrikkan hætti starfsemi í Kringlunni og á Akureyri. Veitingastaðir Reykjavík Borgarbyggð Tengdar fréttir Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag. 4. desember 2020 21:14 Loka Fabrikkunni í Kringlunni Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. 3. janúar 2024 13:39 Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fram kemur í auglýsingu Domusnova fasteignasölu að um sé að ræða sölu á tækjum, búnaði, yfirtöku leigusamninga á einstökum stöðum eða öllum stöðunum sem heild. „Grillhúsið er rótgróið fyrirtæki á veitingahúsamarkaði á Íslandi. Mikil tækifæri fyrir rétta aðila,“ segir í auglýsingunni. Í hartnær þrjá áratugi var Grillhús rekið við Tryggvagötu í Reykjavík, upphaflega undir heitinu Grillhús Guðmundar, en því var lokað í árslok 2020. Grillhúsið ehf er í jafnri eigu Þórðar Bachmann og Hafsteins Hasler. Fram kemur í Viðskiptablaðinu að Grillhúsið hafi velt 760 milljónum króna árið 2022. Taprekstur hafi verið á Grillhúsinu frá 2019-2022 en kórónuveirufaraldurinn stóð yfir stóran hluta þess tíma. Félagið hafði skilað hagnaði sjö ár þar á undan. Eignir félagsins voru bókfærðar á 115 milljónir í árslok 2022. Skuldir námu 150 milljónum, þar af 47 milljónir til langtíma, og eigið fé var neikvætt um 35 milljónir. Auglýsing Domusnova. Þórður Bachmann, annar eigenda Grillhússins, sagði ekki tímabært að ræða mögulega sölu að svo stöddu. Nokkur tíðindi urðu í veitingarekstri hér á landi um áramótin þegar Íslenska hamborgarafabrikkan hætti starfsemi í Kringlunni og á Akureyri.
Veitingastaðir Reykjavík Borgarbyggð Tengdar fréttir Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag. 4. desember 2020 21:14 Loka Fabrikkunni í Kringlunni Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. 3. janúar 2024 13:39 Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag. 4. desember 2020 21:14
Loka Fabrikkunni í Kringlunni Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. 3. janúar 2024 13:39
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25