Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 18:02 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira