Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2024 20:00 Ingibjörg Sædís býr í miðborginni. Henni gremst að ferðamenn úr AirBnb-íbúðum í nágrenninu fylli ruslatunnur hennar af óflokkuðu rusli. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“ Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Sjá meira
Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“
Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Sjá meira
Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01