Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2024 20:00 Ingibjörg Sædís býr í miðborginni. Henni gremst að ferðamenn úr AirBnb-íbúðum í nágrenninu fylli ruslatunnur hennar af óflokkuðu rusli. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“ Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“
Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01