Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 14:45 Ragnar Kjartansson beið lægri hlut í deilu sinni við tollstjóra en náði þó að klóra í bakkann þegar kom að verðinu sem miða átti greiðslu á virðisaukaskatti við. Getty/Roberto Serra Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið. Menning Skattar og tollar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið.
Menning Skattar og tollar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent