Að minnsta kosti 706 létust í 650 fjöldaskotárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 10:32 Að minnsta kosti 706 létust í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum árið 2023. Getty/Boston Globe/Erin Clark Alls létust 706 í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum í fyrra. Árásirnar voru 650 talsins og hafa aðeins einu sinni verið fleiri; voru 689 árið 2021. Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira