Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 12:04 Einhverjir hafa dvalið í Grindavík síðustu daga. Vísir/Arnar Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42