Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 12:04 Einhverjir hafa dvalið í Grindavík síðustu daga. Vísir/Arnar Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42