Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:31 Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun