Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 13:43 Kristinn var á leið í skötuveislu ásamt öðrum áhafnarmeðlimum Freyju, því næst var planið að fara að kaupa jólatré og hamborgarhrygg. Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu. Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“ Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Kristinn Ómar Jóhannsson, atvinnukafari hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í ellefu ár. Varðskipið Freyja lagðist að höfn í Ísafjarðabryggju skömmu fyrir hádegi, þar sem áhöfn verður til taks þegar appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í fyrramálið. Auk þess eru taldar miklar líkur á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni hafði áhöfnin nýlokið við að binda skipið niður og var á leið til skötuveislu í björgunarsveitarhúsi bæjarins. Hann sagði stemninguna innan hópsins mjög góða. „Við erum að fara að kaupa jólatré í Húsasmiðjunni núna á eftir. Ætlum svo að kaupa einhverja pakka og bæta við skreytingum um borð. Við þurfum að gera eins gott úr þessu og hægt er.“ Átján áhafnarmeðlimir munu eyða aðfangadegi saman um borð í Freyju. Að sögn Kristins verður keyptur hamborgahryggur í dag auk þess sem boðið verður upp á skötusel í hádeginu á morgun. Erfið tilhugsun að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni Kristinn er fjölskyldumaður og býr á Seyðisfirði með eiginkonu sinni og syni. Hann viðurkennir að það sé erfið tilhugsun að eyða jólunum án þeirra en ekkert annað hafi verið í boði. Kristinn Ómar hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm ellefu ár en mun hverfa til annara starfa eftir áramót. Aðsend „Við vorum á bakvakt og áttum alveg von á að vera kallaðir út. Auðvitað vonuðum við það besta, að þetta myndi sleppa, en svona er þetta.“ Lögreglan á Vestfjörðum bað um skipið og við urðum að sjálfsögðu við því. Byrjað er að hvessa og snjóa á Ísafirði og veðrið verður mjög slæmt í fyrramálið. Það versta ætti samkvæmt spá að vera yfirstaðið annað kvöld og segir Kristinn mögulegt að áhöfn komist heim annan í jólum. „En í raun vitum við ekki hvað við verðum lengi. En það verður alveg þar til verður búið að aflétta öllu, þá förum við að dóla okkur heim.“ Fólk rólegra að vita af skipinu Þar sem skipið er svo nýkomið til Ísafjarðar var Kristinn ekki upplýstur um hvernig hljóðið væri í bæjarbúum vegna stöðunnar. Hann sagðist þó vita að það róaði fólk að hafa skipið við bryggjuna, enda væri það ein af ástæðunum fyrir komu þess. Aðspurður um verkefnin framundan sagði hann áhöfnina reiðubúna að takast á við öll þau verkefni sem upp kunna að koma. „Ef það lokast vegir, sjúkraflutningar eða það sem til fellur. Við gerum bara það sem þarf að gera.“
Veður Landhelgisgæslan Jól Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira