Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:01 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kveðst undrandi á útspili Bjarna, sem hefur lagt til að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu verði skipuð sendiherrar. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira