Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón um stöðuna og við förum yfir nýtt hættumatskort Veðurstofunnar í beinni. Þá mætir Kristján Már Unnarsson í myndver og fer yfir breytingar á gosinu. Við heyrum einnig í Grindvíkingi sem segir íbúa bæjarfélagsins í erfiðri stöðu.
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að skipa fyrrverandi aðstoðarmann sinn sem sendiherra í Washington hefur sætt töluverðri gagnrýni. Við heyrum í utanríkisráðherra um málið og ræðum við Ólaf Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í beinni.
Þá kynnum við okkur nýtt snjallforrit ASÍ sem auðveldar verðsamanburð á milli verslana og kíkjum í sædýrasafnið í Lundúnum þar sem dýrin fengu jólaglaðning.
Í Íslandi í dag hittir Vala Matt myndlistarkonu á Akureyri sem notar gamla kassa og gamalt dót sem jólaskreytingar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.