Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir grannt fylgst með vendingu mála á Reykjanesi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59