Drykkjarvörur og konfekt hækka mest Margrét Björk Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 18. desember 2023 20:55 Nær öll matvara hefur hækkað á milli ára, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að verð á jólamatvörum hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ hefur jólamaturinn hækkað um allt að 17 prósent. Landsmenn finna misvel fyrir hækkuninni. ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“ Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
ASÍ safnaði verðum þann 13. desember síðastliðinn og báru saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var sama dag, ári áður. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á tímabilinu. Verð hækkaði mest í versluninni Iceland, þar sem matvaran hækkaði að meðaltali um 17 prósent. Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48 prósent. Matur í Heimkaupum hækkaði minnst, að meðaltali um 6 prósent. Þá hafði Hagkaup hækkað verð á 95 prósent af vörum sínum á milli ára. Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest Hækkunin er misjöfn milli verslana en dæmi eru um að Machintosdolla hafi hækkað um 45 prósent, lambahryggur um 35 prósent og appelsín um 50 prósent. Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við nokkra einstaklinga um hækkanirnar og hvort þær hefðu áhrif á þeirra innkaup. „Maður er að passa sig og halda betur utan um peningana. Það verður leyft sér minna,“ sagði Petrea. Hún sagðist helst skera niður í gjafa-og matarinnkaupum fyrir jólin. Ingjbjörg Óðinsdóttir sagði hækkað matarverð hafa áhrif á sig allt árið um kring, ekki bara nú fyrir jólinn. Matseðilinn hefði breyst, hún keypti minna kjöt og aðrar dýrar vörur. Sita tók í svipaðan streng og sagðist takmarka það sem hún keypti. Hún kaupir inn fyrir vini sína og fjölskyldumeðlimi árlega en neyðist til að kaupa minna í ár. En hækkandi verðlag bítur ekki alla, til dæmis ekki Guðjónu Ásgrímsdóttur sem kaupir það sama og áður. Það sama gildir um Berglindi Agnarsdóttur. „Maður splæsir bara, en það er alltaf jafn blóðugt.“
Neytendur Verðlag Matvöruverslun Matur Jól Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira