Gular viðvaranir í boði flugumferðarstjóra Bogi Nils Bogason skrifar 16. desember 2023 22:01 Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Bogi Nils Bogason Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun