Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 17:05 Donald og Ivanka Trump þegar þau fóru úr Hvíta húsinu í síðasta sinn í janúar 2021. EPA/AL DRAGO Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. Þá gætu skjölin verið notuð til að varpa ljósi á heimildarmenn vestrænna leyniþjónusta og aðferðir við upplýsingaöflun. Þar kemur meðal annars fram hvernig ráðamenn í Bandaríkjunum komstu að þeirri niðurstöður að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði reynt að aðstoða Trump í aðdraganda kosninganna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna fóru yfir þessar áhyggjur sínar með leyniþjónustumálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrra og lýstu þeir því hvað búið var að gera til að reyna að finna skjölin síðan Trump yfirgaf Hvíta húsið í janúar 2021. Þetta kemur fram í frétt CNN sem byggir á viðtölum við núverandi og fyrrverandi embættismenn. Við hefðbundnar kringumstæður var fólki meinað að skoða umrædda möppu, nema í sérstöku læstu herbergi í höfuðstöðvum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Reiður yfir Rússarannsókninni Undir lok forsetatíðar Trump skipaði hann leyniþjónustunum að flytja mikið magn leynilegra gagna til Hvíta hússins svo hann gæti farið yfir þau og svipt hulunni af öllu sem við kom rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af kosningunum 2016. Trump hefur lengi verið reiður yfir þeirri rannsókn og skipaði William Barr, dómsmálráðherra Trumps, meðal annars sérstakan rannsakanda til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Sá rannsakandi, John Durham, komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hefðu ekki haft tilefni til að hefja Rússarannsóknina svokölluðu. „Hrá, ógreind og óstaðfest“ gögn hefðu verið notuð til að hefja rannsóknina. Innri rannsakandi dómsmálaráðuneytisins hafði áður komst að því að tilefni hafi verið til að hefja rannsóknina. Fyrrverandi forsvarsmenn FBI hafa sömuleiðis gagnrýnt rannsókn Durhams. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að rannsókn Durhams hafi verið pólitísks eðlis og að Barr hafi haft mikil afskipti af störfum Durhams. Í greininni hér að neðan má lesa um það og um uppruna Rússarannsóknarinnar. Mappan var meðal þeirra gagna sem flutt voru í Hvíta húsið. Degi áður en hann átti að yfirgefa Hvíta húsið gaf Trump þá skipun að mest allt innihald möppunnar ætti að svipta leyndarhjúpnum, þrátt fyrir að margir af hans æðstu embættismönnum báðu hann um að gera það ekki. Farið var í að afmá hluta skjalanna sem ekki þótti hægt að opinbera og voru afrit af þeim, eftir þá vinnu, prentuð út í massavís. Þau voru meðal annars send til þingmanna Repúblikana og vinveittra fjölmiðla í Bandaríkjunum. Lögmenn Hvíta hússins stöðvuðu þá dreifingu og var mikið kapp lagt á að sækja þau afrit sem búið var að senda út, því afmá þurfti stærri hluta skjalanna. Mark Meadow, þáverandi starfsmannastjóri Trumps, var á ferð og flugi með afritin allt þar til nokkrum mínútum áður en Joe Biden tók við embætti forseta, þann 21. janúar 2021. Skjöl möppunnar hafa enn ekki verið opinberuð. Eitt afrit skilaði sér aldrei Eitt afrit upprunalegu skjalanna, sem ekkert var búið að afmá, virðist þó hafa horfið í hamaganginum. Týnda afritið var ekki meðal þeirra leynilegu gagna sem fundust í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump tók með sér mikið magn opinberra gagna og skjala þegar hann flutti til Flórída. Þar á meðal var töluvert af leynilegum gögnum. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að skila þessum gögnum til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu svo húsleit hjá Trump í fyrra og hefur hann verið ákærður af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna þessara skjala. Mappan leynilega hefur ekki verið nefnd í neinum dómsskjölum frá teymi Smiths. Reyna enn að koma höndum yfir möppuna Þingnefndin sem rannsakaði árásina á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, spurði starfsmenn Hvíta húss Trumps út í möppuna. Þeirra á meðal var Cassidy Hutchinson, sem var aðstoðarkona Meadows á umræddum tíma. Hún sagðist sannfærð um að mappan hefði farið heim með Meadows. Hún hefði verið geymd í öryggisskáp hans og hann hefði tekið skápinn með sér úr Hvíta húsinu. Lögmaður hans segir það rangt. Bandamenn Trumps hafa höfðað mál gegn dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskjalasafninu með því markmiði að koma höndum yfir afrit af möppunni, þar sem búið er að afmá hluta skjalanna í henni. Lögmenn Trumps hafa sömuleiðis beðið um aðgang að upprunalegu möppunni. Það vilja þeir gera vegna ákæru á hendur Trumps fyrir tilraunir hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Uppruna möppunnar má rekja til ársins 2018 þegar Repúblikanar í leyniþjónustumálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem þá var stýrt af Devin Nunes, miklum bandamanni Trumps, sömdu leynilega skýrslu um að embættismenn í ríkisstjórn Baracks Obama hefðu haft áhrif á greiningu yfirvalda Bandaríkjanna varðandi það að Pútín hafi reynt að hjálpa Trump í kosningunum 2016. Leyniþjónustumálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings komst árið 2018 að þeirri niðurstöðu að greiningin frá 2016 væri á rökum reist. Nunes hætti á þingi fyrir um tveimur árum til að verða forstjóri nýs fjölmiðlafyrirtækis Trumps. Trump og bandamenn hans reyndu að fá skýrslu Nunes opinberaða með öðrum gögnum um Rússarannsóknina en Gina Haspel, þáverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trumps komu í veg fyrir það. Þau sögðu að það myndi koma niður á þjóðaröryggi Bandaríkjanna og opinbera heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þá gætu skjölin verið notuð til að varpa ljósi á heimildarmenn vestrænna leyniþjónusta og aðferðir við upplýsingaöflun. Þar kemur meðal annars fram hvernig ráðamenn í Bandaríkjunum komstu að þeirri niðurstöður að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði reynt að aðstoða Trump í aðdraganda kosninganna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna fóru yfir þessar áhyggjur sínar með leyniþjónustumálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrra og lýstu þeir því hvað búið var að gera til að reyna að finna skjölin síðan Trump yfirgaf Hvíta húsið í janúar 2021. Þetta kemur fram í frétt CNN sem byggir á viðtölum við núverandi og fyrrverandi embættismenn. Við hefðbundnar kringumstæður var fólki meinað að skoða umrædda möppu, nema í sérstöku læstu herbergi í höfuðstöðvum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Reiður yfir Rússarannsókninni Undir lok forsetatíðar Trump skipaði hann leyniþjónustunum að flytja mikið magn leynilegra gagna til Hvíta hússins svo hann gæti farið yfir þau og svipt hulunni af öllu sem við kom rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af kosningunum 2016. Trump hefur lengi verið reiður yfir þeirri rannsókn og skipaði William Barr, dómsmálráðherra Trumps, meðal annars sérstakan rannsakanda til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Sá rannsakandi, John Durham, komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hefðu ekki haft tilefni til að hefja Rússarannsóknina svokölluðu. „Hrá, ógreind og óstaðfest“ gögn hefðu verið notuð til að hefja rannsóknina. Innri rannsakandi dómsmálaráðuneytisins hafði áður komst að því að tilefni hafi verið til að hefja rannsóknina. Fyrrverandi forsvarsmenn FBI hafa sömuleiðis gagnrýnt rannsókn Durhams. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að rannsókn Durhams hafi verið pólitísks eðlis og að Barr hafi haft mikil afskipti af störfum Durhams. Í greininni hér að neðan má lesa um það og um uppruna Rússarannsóknarinnar. Mappan var meðal þeirra gagna sem flutt voru í Hvíta húsið. Degi áður en hann átti að yfirgefa Hvíta húsið gaf Trump þá skipun að mest allt innihald möppunnar ætti að svipta leyndarhjúpnum, þrátt fyrir að margir af hans æðstu embættismönnum báðu hann um að gera það ekki. Farið var í að afmá hluta skjalanna sem ekki þótti hægt að opinbera og voru afrit af þeim, eftir þá vinnu, prentuð út í massavís. Þau voru meðal annars send til þingmanna Repúblikana og vinveittra fjölmiðla í Bandaríkjunum. Lögmenn Hvíta hússins stöðvuðu þá dreifingu og var mikið kapp lagt á að sækja þau afrit sem búið var að senda út, því afmá þurfti stærri hluta skjalanna. Mark Meadow, þáverandi starfsmannastjóri Trumps, var á ferð og flugi með afritin allt þar til nokkrum mínútum áður en Joe Biden tók við embætti forseta, þann 21. janúar 2021. Skjöl möppunnar hafa enn ekki verið opinberuð. Eitt afrit skilaði sér aldrei Eitt afrit upprunalegu skjalanna, sem ekkert var búið að afmá, virðist þó hafa horfið í hamaganginum. Týnda afritið var ekki meðal þeirra leynilegu gagna sem fundust í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump tók með sér mikið magn opinberra gagna og skjala þegar hann flutti til Flórída. Þar á meðal var töluvert af leynilegum gögnum. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að skila þessum gögnum til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu svo húsleit hjá Trump í fyrra og hefur hann verið ákærður af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna þessara skjala. Mappan leynilega hefur ekki verið nefnd í neinum dómsskjölum frá teymi Smiths. Reyna enn að koma höndum yfir möppuna Þingnefndin sem rannsakaði árásina á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, spurði starfsmenn Hvíta húss Trumps út í möppuna. Þeirra á meðal var Cassidy Hutchinson, sem var aðstoðarkona Meadows á umræddum tíma. Hún sagðist sannfærð um að mappan hefði farið heim með Meadows. Hún hefði verið geymd í öryggisskáp hans og hann hefði tekið skápinn með sér úr Hvíta húsinu. Lögmaður hans segir það rangt. Bandamenn Trumps hafa höfðað mál gegn dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskjalasafninu með því markmiði að koma höndum yfir afrit af möppunni, þar sem búið er að afmá hluta skjalanna í henni. Lögmenn Trumps hafa sömuleiðis beðið um aðgang að upprunalegu möppunni. Það vilja þeir gera vegna ákæru á hendur Trumps fyrir tilraunir hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Uppruna möppunnar má rekja til ársins 2018 þegar Repúblikanar í leyniþjónustumálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem þá var stýrt af Devin Nunes, miklum bandamanni Trumps, sömdu leynilega skýrslu um að embættismenn í ríkisstjórn Baracks Obama hefðu haft áhrif á greiningu yfirvalda Bandaríkjanna varðandi það að Pútín hafi reynt að hjálpa Trump í kosningunum 2016. Leyniþjónustumálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings komst árið 2018 að þeirri niðurstöðu að greiningin frá 2016 væri á rökum reist. Nunes hætti á þingi fyrir um tveimur árum til að verða forstjóri nýs fjölmiðlafyrirtækis Trumps. Trump og bandamenn hans reyndu að fá skýrslu Nunes opinberaða með öðrum gögnum um Rússarannsóknina en Gina Haspel, þáverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trumps komu í veg fyrir það. Þau sögðu að það myndi koma niður á þjóðaröryggi Bandaríkjanna og opinbera heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31
Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. 31. maí 2022 18:38
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33