Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Alexandra Briem skrifar 15. desember 2023 10:31 Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Strætó Neytendur Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun