Sat inni í tuttugu ár fyrir að myrða börn sín en dómurinn ógiltur Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 08:37 Kathleen Folbigg er saklaus. DAN HIMBRECHTS /EPA Hæstiréttur Nýja Suður-Wales í Ástralíu hefur ógilt þrjátíu ára fangelsisdóm Kathleen Folbigg, sem afplánaði tuttugu ár af dómnum áður en hún var náðuð í sumar. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. Hæstiréttur taldi sönnunargögn sem notuð voru í máli hennar óáreiðanleg. Folbigg var lengi vel kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Framþróun í erfðarannsóknum varð hins vegar til þess að fólk fór að efast um sekt hennar árið 2021, en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Virtir vísindamenn töldu eftir rannsókn að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Í júní síðastliðnum tóku yfirvöld í Ástralíu ákvörðun um að láta Folbigg lausa úr fangelsi og náða hana. Það var gert á grundvelli þess að verulegur vafi væri uppi um sekt hennar. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Sönnunargögn hundsuð Nú hefur dómur yfir Folbigg formlega verið ógiltur og hún hreinsuð af öllum ásökunum. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún fagni þeirri ákvörðun en að sönnunargögn um sakleysi hennar hafi verið hundsuð og þeim vísað frá um áratugaskeið. Hún ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Kerfið ákvað að kenna mér um frekar en að sætta sig við það að stundum geta börn dáið skyndilega og óvænt á sorglegan hátt.“ Máli Folbigg hefur verið lýst sem alvarlegasta réttarmorði sögu Ástralíu og verjendur hennar hafa staðfest að bótakrafa verði gerð fyrir hennar hönd, en þeir hafa ekkert gefið upp um fjárhæð hennar. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30 Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20 Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42 Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Folbigg var lengi vel kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Framþróun í erfðarannsóknum varð hins vegar til þess að fólk fór að efast um sekt hennar árið 2021, en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Virtir vísindamenn töldu eftir rannsókn að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Í júní síðastliðnum tóku yfirvöld í Ástralíu ákvörðun um að láta Folbigg lausa úr fangelsi og náða hana. Það var gert á grundvelli þess að verulegur vafi væri uppi um sekt hennar. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Sönnunargögn hundsuð Nú hefur dómur yfir Folbigg formlega verið ógiltur og hún hreinsuð af öllum ásökunum. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún fagni þeirri ákvörðun en að sönnunargögn um sakleysi hennar hafi verið hundsuð og þeim vísað frá um áratugaskeið. Hún ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Kerfið ákvað að kenna mér um frekar en að sætta sig við það að stundum geta börn dáið skyndilega og óvænt á sorglegan hátt.“ Máli Folbigg hefur verið lýst sem alvarlegasta réttarmorði sögu Ástralíu og verjendur hennar hafa staðfest að bótakrafa verði gerð fyrir hennar hönd, en þeir hafa ekkert gefið upp um fjárhæð hennar.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30 Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20 Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42 Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30
Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20
Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42
Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45