Aukin skattheimta á íbúa þegar síst skyldi Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:01 Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar